Skip to content

Skútan

Samgöngustofa hefur tekið í notkun nýtt tölvukerfi fyrir skipaskrá og lögskráningu sjómanna sem fengið hefur nafnið SKÚTAN. Hún leysir af hólmi fimm tölvukerfi sem að stofni til eru frá árinu 2002.

Lögskráning sjómanna

Lögskráning sjómanna geymir upplýsingar í tengslum við útgáfu atvinnuskírteina sjómanna, t.d. um menntun, þjálfun, siglingatíma og öryggisfræðslu. Auk þess geymir það upplýsingar um útgefin atvinnuskírteini, lögskráningar á einstök skip, kröfur um lágmarksmönnun skipa og frávik frá þeim, undanþágur, áhafnatryggingar, farþegaleyfi farþegaskipa í áætlunarsiglingum og farþegaskipa og farþegabáta í útsýnis-, skoðunar- og veiðiferðum.