Skip to content
Í þessum kafla

Mönnunarreglur

Lögskráningar á fiskiskip og önnur skip <12m og 750kW


Lágmarksmönnun

Lágmarksmönnun á fiskiskipum og öðrum skipum er ákveðin í lögum um áhafnir skipa nr. 82/2002 og tekur hún aðeins til skip- og vélstjórnarmanna og fjöldi annarra í áhöfn er ákveðin af útgerð.

Merking tákna

Lögskráð hefur verið í stöðuna
Ekki er skylt að lögskrá í stöðuna
Ekki er búið að lögskrá í stöðuna
SSérregla
VViðbótarstaða

Til að hægt sé að lögskrá þarf skipið að vera komið með haffærisskírteini og áhafnartryggingu fyrir alla um borð, einstaklingur þarf að hafa réttindi í þá stöðu sem lögskrá á hann í.

Einstaklingurinn þarf að hafa lokið a.m.k. öryggisfræðslu smábáta (T1) hjá Slysavarnaskóla sjómanna og endurnýjað hana (T2) á 5 ára fresti.



Vélarafl <250 kW

Útivist er innan við 14 klst:

Lágmarksmönnun er skipstjóri (SS). Ekki þarf smáskipavélavörð (SSV) ef vélarafl skipsins er minna en 250 kW:

Skipstjóri(SK)(SS)
Stýrimaður(SS)(SS) *

* Manna þarf þessa stöðu og lögskrá ef útivist skipsins fer yfir 14 klst, sbr. ákveði sjómannalaga


Útivist er lengri en 14 klst:

Lágmarksmönnun er skipstjóri og stýrimaður (SS). Ekki þarf smáskipavélavörð (SSV) ef vélarafl skipsins er minna en 250 kW:

Skipstjóri(SK)(SS)
Stýrimaður(SS)(SS) *

* Manna þarf þessa stöðu og lögskrá ef útivist skipsins fer yfir 14 klst, sbr. ákveði sjómannalaga



Vélarafl 250-750 kW

Útivist er innan við 14 klst:

Lágmarksmönnun er skipstjóri (SS) og smáskipavörður (SSV). Skipstjóri má einnig gegna störfum smáskipavélavarðar hafi hann þau réttindi, að öðrum kosti þarf að lögskrá smáskipavélavörð (SSV):

Skipstjóri(SK)(SS)
Stýrimaður(SS)(SS) *
Smáskipavélavörður(SSV)(SSV) *
Smáskipavélavörður(SS)(SSV) *

* Manna þarf þessa stöðu og lögskrá ef útivist skipsins fer yfir 14 klst, sbr. ákveði sjómannalaga


Útivist er lengri en 14 klst:

Lágmarksmönnun er skipstjóri (SS) og stýrimaður (SS). Skipstjóri og/eða stýrimaður mega einnig gegna störfum smáskipavélavarða hafi þeir þau réttindi. Að öðrum kosti þarf að lögskrá smáskipavélavörð (SSV). Hafi annar þeirra réttindi smáskipavélavarðar þarf að lögskrá einn smáskipavélavörð. Hafi hvorugur þeirra þau réttindi þarf að lögskrá tvo smáskipavélaverði:

Skipstjóri(SK)(SS)
Stýrimaður(SS)(SS) *
Smáskipavélavörður(SSV)(SSV) *
Smáskipavélavörður(SS)(SSV) *

* Manna þarf þessa stöðu og lögskrá ef útivist skipsins fer yfir 14 klst, sbr. ákveði sjómannalaga

Þjónustusamningar

Ekki þarf smáskipavélavörð (SSV) ef gerður hefur verið samningur við þjónustuaðila í landi um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samingur er staðfestur af Samgöngustofu. Í þeim tilvikum eru stöður smáskipavélavarðar S merktar, og þarf þá ekki smáskipavélavörð, hvort sem útivist er innan 14 klst. eða lengri:

Skipstjóri(SK)(SS)
Stýrimaður(SS)(SS) *
Smáskipavélavörður(SSV)(SSV) *
Smáskipavélavörður(SS)(SSV) *

* Manna þarf þessa stöðu og lögskrá ef útivist skipsins fer yfir 14 klst, sbr. ákveði sjómannalaga

Ábending

Ef músarbendill er staðsettur yfir S tákninu má sjá nánari upplýsingar um þjónustusamninginn

Samsettar stöður

Skipstjóri er líka smáskipavélavörður

Skipstjóri (SS) þarf að vera handhafi gilds skipstjórnarskírteinis <12 m og má einnig vera smáskipavélavörður (SSV) ef hann hefur þau atvinnuréttindi. Við lögskráningu er þá valin samsett staða - Skipstjóri/smáskipavélavörður (SS/SSV):


Samsett staða - Skipstjóri/smáskipavélavörður

Skipstjóri er líka smáskipavélavörður

Stýrimaður (SS) þarf að vera handhafi gilds skipstjórnarskírteinis <12 m og má einnig vera smáskipavélavörður (SSV) ef hann er hefur þau atvinnuréttindi. Við lögskráningu er þá valin samsett staða - Stýrimaður/smáskipavélavörður (SS/SSV):

Samsett staða - Stýrimaður/smáskipavélavörður (SS/SSV)

Merking tákna

Lögskráð hefur verið í stöðuna
Ekki er skylt að lögskrá í stöðuna
Ekki er búið að lögskrá í stöðuna
SSérregla
VViðbótarstaða