Appearance
Mönnunarreglur
Lögskráningar á farþegabáta, farþega- og flutningaskip
Lágmarksmönnun
Lágmarksmönnun á fiskiskipum og öðrum skipum er ákveðin í lögum um áhafnir skipa nr. 82/2002 og tekur hún aðeins til skip- og vélstjórnarmanna og fjöldi annarra í áhöfn er ákveðin af útgerð.
Lágmarksmönnun (heildarmönnun) farþegabáta, farþega- og flutningaskipa er hins vegar ákveðin af Samgöngustofu sem gefur út öryggismönnunarskírteini (Minimum Safe Manning Document) þegar um ferjur (Herjólfur, Baldur, Sævar og Sæfari) er að ræða, en annars er öryggismönnun ákveðin í farþegaleyfi skipanna. Öryggismönnun þessara skipa ræðst af mörgum atriðum og getur lágmarksmönnun verið ólík á milli skipa. Þessi atriði geta t.d. verið stærð skips, stærð aðalvélar, farsvið, búnaður, lengd siglingar, fjöldi farþega, vinnu- og hvíldartími áhafnar, stærð og fjöldi gúmmíbjörgunarbáta, neyðaráætlun, sætafjöldi og rými á söfnunarstað í neyðartilvikum.
Merking tákna
Lögskráð hefur verið í stöðuna | |
Ekki er skylt að lögskrá í stöðuna | |
Ekki er búið að lögskrá í stöðuna | |
S | Sérregla |
V | Viðbótarstaða |
Til að unnt sé að lögskrá á farþegabát eða farþegaskip þarf:
- haffæri að vera í gildi
- áhafnartrygging í gildi fyrir alla í áhöfn
- farþegaleyfi í gildi
- farþegatrygging í gildi fyrir alla miðað við hámarksfjölda farþega sem farþegaleyfi segir til um
- áhöfn þarf að hafa réttindi í þær stöður sem þarf að manna skv. farþegaleyfi skipsins
- lögskrá þarf í allar stöður skv. farþegaleyfi
- allir í áhöfn þurfa að hafa lokið grunnöryggisfræðslunámskeiði (Basic safety training) og námskeiði í hóp- og neyðarstjórn. Ef viðkomandi hefur lokið öðru þessara námskeiða getur hann sótt um frest til Samgöngustofu á hinu til þess tíma sem hann er skráður á námskeiði - Umsókn um frest
Farþegabátar
<12 m<15 m12 farþegar eða færriVélarafl <750 kW
Farþegabátar eru þau skip sem hafa farþegaleyfi til að sigla með 12 farþega eða færri, enda séu skipin innan við 12 metrar eða 15 metrar að skráningarlengd. Í þeim tilvikum eru skipstjórnarréttindi <12 m nægjanleg (SS) og <15 m (SS15), enda hafi viðkomandi skipstjóri lokið grunnámskeiði öryggisfræðslu, námskeiði í hóp- og neyðarstjórnun og fjarskiptanámskeiði (ROC). Skipstjórinn má jafnframt gegna stöðu smáskipavélavarðar (SSV) eða sé hann handhafi þeirra réttinda.
Skipstjóri(SK) | SS | |
Smáskipavélavörður(SSV) | SSV | |
Háseti(HÁ) S |
Farþegaskip (skipstjórn)
<24 m<65 BT
Ef skip er styttra en 24 m og minna en 65 BT kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi vélstjóra ráðast af vélarafli skips. Þeir sem eru handhafar skipstjórnarréttinda <65BT og <24 m (SK65 eða SK24) fást lögskráðir í stöðu skipstjóra að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | (II/3 SK65) | |
Yfirvélstjóri(YV) | VVY1 | |
Háseti(HÁ) S |
<24 m >65 BT
Ef skip er styttra en 24 m og stærra en 65 BT kemur eftirfarandi mönnunarregla skips fram og réttindi vélstjóra ráðast af vélarafli skips. Þeir sem eru handhafar skipstjórnarréttinda <24 m (SK24 og YS24) fást lögskráðir í stöðu skipstjóra eða yfirstýrimanns að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/3 SK24 | |
Yfirstýrimaður(YS) V | II/3 YS24 | |
Yfirvélstjóri(YV) | VVY1 |
>24 m <500 BT
Ef skip lengra en 24 m og minna en 500 BT kemur eftirfarandi mönnunarregla skips fram og réttindi vélstjóra ráðast af vélarafli skips. Þeir sem eru handhafar skipstjórnarréttinda <500 BT (SK500 eða YS500) fást lögskráðir í stöðu skipstjóra eða yfirstýrimanns að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/3 SK500 | |
Yfirstýrimaður(YS) V | II/3 YS500 | |
Yfirvélstjóri(YV) | III/3 YV3000 |
500 - 3000 BT
Ef skip er 500 - 3000 BT kemur eftirfarandi mönnunarregla skips fram og réttindi vélstjóra ráðast af vélarafli skips. Þeir sem eru handhafar skipstjórnarréttinda <3000 BT (SK3000 eða YS3000) fást lögskráðir í stöðu skipstjóra eða yfirstýrimanns að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/2 SK3000 | |
Yfirstýrimaður(YS) V | II/2 YS3000 |
>3000 BT
Ef skip er yfir 3000 BT kemur eftirfarandi mönnunarregla skips fram og réttindi vélstjóra ráðast af vélarafli skips. Þeir sem eru handhafar ótakmarkaðra skipstjórnarréttinda (SK>, YS> og STÝ>) fást lögskráðir í stöðu skipstjóra, yfirstýrimanns eða undirstýrimanns að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/2 SK> | |
Yfirstýrimaður(YS) | II/2 YS> | |
Undirstýrimaður(2S) | II/1 STÝ> |
Farþegaskip (vélstjórn)
<15 m<750 kW
Ef skip er styttra en 15 m og með vélarafl <750 kW kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi skipstjórnarmanna ráðast af skráningarlengd eða brúttótonnatölu skipsins. Þeir sem eru handhafar réttinda smáskipavélavarðar (SSV) fást lögskráðir í stöðu smáskipavélavarðar að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | (SS) | |
Smáskipavélavörður(SSV) | SSV | |
Háseti(HÁ) S |
< 24 m< 750 kW
Ef skip er styttra en 24 m og með vélarafl <750 kW kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi skipstjórnarmanna ráðast af skráningarlengd eða brúttótonnatölu skipsins. Þeir sem eru handhafar réttinda yfirvélstjóra (VVY1) fást lögskráðir í stöðu yfirvélstjóra að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/3 SK65> | |
Yfirvélstjóri(YV) | VVY1 | |
Háseti(HÁ) |
> 24 m< 750 kW
Ef skip er lengra en 24 m og með vélarafl <750 kW kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi skipstjórnarmanna ráðast af skráningarlengd eða brúttótonnatölu skipsins. Þeir sem eru handhafar réttinda yfirvélstjóra (VS3) fást lögskráðir í stöðu yfirvélstjóra að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/3 SK500> | |
Yfirvélstjóri(YV) | VS.3 | |
Háseti(HÁ) |
750 - 3000 kW
Ef skip er með vélarafl 750 - 3000 kW kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi skipstjórnarmanna ráðast af brúttótonnatölu skipsins. Þeir sem eru handhafar réttinda yfirvélstjóra <3000 kW (YV3000 og 2V3000) fást lögskráðir í stöðu yfirvélstjóra og annars vélstjóra að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Yfirvélstjóri(YV) | III/3 YV3000> | |
Annar vélstjóri(2V) | III/3 2V3000 |
> 3000 kW
Ef skip er með vélarafl yfir 3000 kW kemur eftirfarandi mönnunarregla fram og réttindi skipstjórnarmanna ráðast af brúttótonnatölu skipsins. Þeir sem eru handhafar ótakmarkaðra vélstjórnarréttinda (YV> og 2V>) fást lögskráðir í stöðu yfirvélstjóra og annars vélstjóra að öðrum skilyrðum uppfylltum:
Skipstjóri(SK) | II/2 SK> | |
Yfirstýrimaður(YS) | II/2 YS> | |
Undirstýrimaður(2S) | II/1 STÝ> | |
Yfirvélstjóri(YV) | III/2 YV> | |
Annar vélstjóri(2V) | III/2 2V> |
Viðbótarstaða
Skipstjóri er líka smáskipavélavörður
Útgerð getur óskað eftir því að bætt sé við stöðu á skipið sem ekki er gerð krafa um í lögum. Samgöngustofa færir þá viðbótarstöðu inn á skipið. Í þeim tilvikum er staðan V merkt.
Ábending
Ef músarbendill er staðsettur yfir V tákninu má sjá nánari upplýsingar um viðbótarstöðuna
Samsettar stöður
Skipstjóri er líka smáskipavélavörður
Í farþegaleyfum sumra farþegabáta og farþegaskipa er heimilað að skipstjóri (SK/SSV) geti líka gegnt stöðu vélstjóra um borð, enda hafi hann tilskilin vélstjórnarréttindi. Við lögskráningu er þá valin samsett staða - Skipstjóri/smáskipavélavörður (SK/SSV):
Skipstjóri er líka smáskipavélavörður
Í farþegaleyfum sumra farþegabáta og farþegaskipa er heimilað að skipstjóri (SK/VVY1) geti líka gegnt stöðu yfirvélstjóra um borð, enda hafi hann tilskilin vélstjórnarréttindi. Við lögskráningu er þá valin samsett staða - Skipstjóri/yfirvélstjóri (SK/VVY1):