Appearance
Forsendur lögskráningar
FiskiskipÖnnur skip
Til þess að lögskráning einstaklings fari í gegn þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfylllt. Ef ekki, mun kerfið birta eitt af eftirfarandi skilaboðum:
Ef skip hefur ekki gilt haffærisskírteini:
Haffærisskírteini ekki í gildi
Sækja þarf um útgáfu haffærisskírteinis, eftir að skoðanir hafa farið fram.
Ef skip hefur ekki gilda áhafnartryggingu:
Engin áhafnatrygging er í gildi fyrir þetta skip
Hafa þarf samband við tryggingarfélag útgerðar.
Ef lögskrá á fleiri um borð en áhafnatrygging miðar við:
Ekki áhafnatrygging fyrir fleiri á viðkomandi skipi
Hafa þarf samband við tryggingarfélag útgerðar.
Ef lögskrá á einstakling í stöðu sem hann hefur ekki réttindi til að gegna:
Einstakling vantar réttindi til að gegna þessari stöðu á þessu skipi
Sækja þarf um atvinnuréttindi eða endurnýja réttindi sem eru útrunnin.
Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur lokið öryggisfræðslu smábáta (T1) (<12m eða <15m):
Hefur ekki lokið öryggisfræðslu smábáta
Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;
Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur endurnýjað öryggisfræðslu smábáta (T2) (<12m eða <15m):
Hefur ekki lokið endurmenntun á öryggisfræðslu smábáta
Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;
Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur lokið grunnöryggisfræðslu (ST) (>15m):
Hefur ekki lokið grunnöryggisfræðslu sjómanna
Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;
Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur endurnýjað grunnöryggisfræðslu (EM) (>15m):
Hefur ekki lokið endurmenntun á grunnöryggisfræðslu sjómanna
Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;
Ef lögskrá á einstakling sem er lögskráður á annað skip:
Einstaklingur er lögskráður á annað skip (xxxx) á gefinni dagsetningu lögskráningar
Hafa þarf samband við útgerð skipsins sem einstaklingur er lögskráður á.