Skip to content
Í þessum kafla

Forsendur lögskráningar

FarþegabátarFarþegaskip

Til þess að lögskráning einstaklings fari í gegn þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfylllt. Ef ekki, mun kerfið birta eitt af eftirfarandi skilaboðum:

Ef reynt er að lögskrá einstakling á farþegabát eða farþegaskip, sem ekki hefur gilt haffæri:

Haffærisskírteini ekki í gildi


Sækja þarf um útgáfu haffærisskírteinis, eftir að skoðanir hafa farið fram.

Umsókn um útgáfu haffærisskírteinis

Nánar um haffæri og skoðun

Ef skip hefur ekki gilda áhafnartryggingu:

Engin áhafnatrygging er í gildi fyrir þetta skip


Hafa þarf samband við tryggingarfélag útgerðar.

Ef reynt er að lögskrá einstakling á farþegabát eða farþegaskip, sem ekki hefur farþegaleyfi eða það útrunnið, birtist eftirfarandi skilaboð:

Farþegaleyfi ógilt


Umsókn um leyfi/endurnýjun á leyfi til farþegaflutninga

Umsókn um útgáfu haffærisskírteinis

Ef lögskrá á einstakling í stöðu sem hann hefur ekki réttindi til að gegna:

Einstakling vantar réttindi til að gegna þessari stöðu á þessu skipi


Sækja þarf um atvinnuréttindi eða endurnýja réttindi sem eru útrunnin.

Umsókn um atvinnuréttindi

Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur lokið öryggisfræðslu smábáta (T1) (<12m eða <15m):

Hefur ekki lokið öryggisfræðslu smábáta


Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;

Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur endurnýjað öryggisfræðslu smábáta (T2) (<12m eða <15m):

Hefur ekki lokið endurmenntun á öryggisfræðslu smábáta


Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;

Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur lokið grunnöryggisfræðslu (ST) (>15m):

Hefur ekki lokið grunnöryggisfræðslu sjómanna


Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;

Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling sem ekki hefur endurnýjað grunnöryggisfræðslu (EM) (>15m):

Hefur ekki lokið endurmenntun á grunnöryggisfræðslu sjómanna


Viðkomandi þarf að skrá sig í slysavarnaskólann og sækja um frest hér;

Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling á farþegabát eða farþegaskip sem ekki hefur lokið grunnöryggisfræðslu (ST):

Hefur ekki lokið grunnöryggisfræðslu sjómanna

Sækja þarf námskeiðið hjá Slysavarnaskóla sjómanna - Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling á farþegabát eða farþegaskip sem ekki hefur endurnýjað grunnöryggisfræðslu (ST):

Hefur ekki lokið endurmenntun á grunnöryggisfræðslu sjómanna

Sækja þarf námskeiðið hjá Slysavarnaskóla sjómanna - Umsókn um frest

Ef lögskrá á einstakling á farþegabát eða farþegaskip sem hefur ekki lokið náskeiði í hóp- og neyðarstjórnun farþega (HO/NE):

Hefur ekki gilt námskeið í hóp- og neyðarstjórnun farþega

Ef einstaklingur hefur annaðhvort gilda öryggisfræðslu eða gilda hóp- og neyðarstjórnun er hægt að sækja um frest til Samgöngustofu. Að fenginni skráningu hjá Slysavarnaskólanum (562 4884) er veittur frestur þar til næsta námskeið verður haldið.

Sækja þarf námskeiðið hjá Slysavarnaskóla sjómanna - Umsókn um frest